Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur hafði rökin sín megin

Ögmundur Jónasson var rökfastur og yfirvegaður í Kastljósi kvöldsins. Ólíkt fjármálaráðherra í síðustu viku þurfti hann ekkert að hristast, drepa tittlinga eða vera með eilíft handapat til þess að telja fólki trú um að rétt sé að setja trausta fyrirvara við samþykkt Icesave-samningsins. Ögmundur hafði einfaldlega góð og hagræn og lagaleg rök máli sínu til stuðnings.

Ef Vg-liðar sem láta skynsemina ráða en ekki hótanir illskeyttrar Jóhönnu Sigurðardóttur um að taka saman við Sjálfstæðisflokkinn er allt útlit fyrir að stjórnvöld fái tækifæri til þess að setjast á ný að samningaborði með vinaþjóðunum í Evrópusambandinu. Helsta hættan á samþykkt samningsins er að einhver kúlulánsþingmaður í stjórnarandstöðunni samþykki samninginn í þeirri von um að fá afskrift.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband