Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið kokgleypir enn og aftur kjaftæði falsspámanns

Í Morgunblaðinu í dag má lesa frétt þar sem vitnað er í alþjóðlegan "sérfræðingahóp" sem gagnrýnir rányrkju í Norðursjónum, en telur jafnframt að einhver árangur hafi náðst við stjórn fiskveiða við Bandaríkin og Ísland. Sá sem leiðir þennan hóp er enginn annar en Boris Worm sem sendi frá sér dómsdagsspá fyrir nokkrum árum um eyðingu allra fiskistofna árið 2048. 

Í óðagoti við að koma fréttatilkynningu út um dómsdagsspána sem greindi frá eyðingu fiskistofna 2048 var óvart sent bréf til fjölmiðla sem sýndi samskipti höfundar skýrslunnar við samstarfsmenn sína. Samskiptin greindu frá því að helsta ástæðan fyrir framreikningunum til ársins 2048 væri sú að það yrði að búa til beitu fyrir fjölmiðla. Það er óhætt að fullyrða að helstu fjölmiðlar heimsins hafi kokgleypt beituna en tilgangurinn var sá að vekja áhuga þar sem fullyrt var að lítill áhugi væri á innihaldi skýrslunnar nema fyrirsjáanleg væru einhver endalok á næstu áratugum.

Núna greinir Boris Worms frá gríðarlegri rányrkju í Norðursjónum og við Írland.  Staðreyndin er að ofveiðigrýla og fiskveiðistefna Evrópusambandsins er nánast búin að eyða megninu af fiskveiðiflota Íra og Skota.  Ætli þorskveiðin nú sé ekki um 10% af því sem hún var áður en "uppbyggingarstefnan" hófst. 

Það væri ekki úr vegi fyrir gagnrýna blaðamenn að velta fyrir sér árangrinum af íslensk kvótakerfinu en upphaflegt markmið var að fá 400 þúsund tonna jafnstöðuafla en leyfilegur þorskafli verður samkvæmt ákvörðun Jóns Bjarnasonar "hins sterka", 150 þúsund tonn.

 


Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband