Leita í fréttum mbl.is

Heróínsamfélagið

Ein helsta orsök hrunsins er gríðarleg skuldasöfnun, og var hún svo gríðarleg að þjóðin sló hvern einasta jarðarbúa um 2.000 krónur. Þessum peningum var síðan spanderað hingað og þangað í misgáfuleg verkefni sem hafa gefið mismikið af sér eins og fram hefur komið í fréttum.

Einna óhuggulegast er að helstu „máttarstólpar samfélagsins“, s.s. ráðandi stjórnmálaöfl og talsmenn atvinnuleysis, telja fólki trú um að helsta leiðin út úr bráðum efnahagsvanda sé að taka ný lán hjá Rússum og Norðurlandaþjóðunum og telja að nauðsynlegt sé að skrifa upp á Icesave-samninginn þó að óvíst sé hversu miklar skuldbindingar hann feli í sér. Jafnvel er fullkomin óvissa um að þjóðin geti staðið við samninginn. Helsta röksemdin fyrir að skrifa upp á ríkisábyrgð fyrir samningnum er að þá fáist frekari lán!

Þetta minnir á heróínsjúkling sem vill fá skammtinn sinn, hvað sem það kostar. „Máttarstólparnir“ vilja fá lánin sín, sama hvað það kostar. Það að ætla að ræða það hvernig auka megi tekjurnar, t.d. með auknum veiðum, er talin óábyrg umræða. Sumir telja jafnvel ábyrgt að gefa frá sér fiskimið með inngöngu í ESB til að greiða fyrir næsta lánaskammti.

Er ekki tímabært að fara að láta renna af sér? Í dag eru 10 mánuðir síðan skuldirnar hrundu yfir þjóðina.


Bloggfærslur 29. júlí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband