Leita í fréttum mbl.is

Valdabarátta - mun Ögmundur steypa Steingrími?

Svo er að sjá sem það stefni í uppgjör hjá Vinstri grænum þar sem fulltrúi óbreytts kerfis, Steingrímur J. Sigfússon, hvort sem er í embættismanna-, landbúnaðar- eða illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi, muni takast á við róttækari öfl sem sætta sig ekki við að greiða skuldir fjárglæframannanna. Sendiherrann Svavar Gestsson og skrifræðisráðherrann Steingrímur, auk Svandísar Svavarsdóttur, leggja gríðarlega áherslu á að þjóðin verði við fátæktarmörk og greiði upp reikninga fjárglæframannanna næstu áratugina þar sem óþægileg mál trufla eflaust skemmtilega stemningu í veislusölum ambassadöra víða um heim. Hætt er við að Svavar fái færri partí og Steingrímur ekki eins innileg faðmlög frá systurflokkunum í Evrópu.

Ögmundur er líklegur til að sameina á bak við sig róttæk réttlætisöfl innan Vinstri grænna auk liðsmanna sem kunna að leggja saman tvo og tvo, s.s. Lilju Mósesdóttur, sem sjá að það að ætla að greiða Icesave-reikningana ofan á allar aðrar skuldir er ávísun á þjóðargjaldþrot.


mbl.is Vekur athygli á gagnrýni á AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband