Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir lemur í sig kjarkinn

Ýmsir hafa veitt því athygli að Jóhanna hefur margendurtekið að ríkisstjórnin sem verið er að bisa við að mynda eigi að starfa út kjörtímabilið. Ýmislegt má lesa út úr þessu og mér virðist sem hún sé sjálf vantrúuð á það miðað við það ósætti sem uppi er og sem reynt er að breiða yfir með tilgerðarlegu kossaflensi. Hvar er velferðarbrúin sem lá svo á að byggja? Hvað hafa forkólfarnir gert í þeim málum? Þegar verulega liggur á að slökkva elda sem brenna á heimilum landsmanna virðast Jóhanna og Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir og Svandís og Katrín Jakobsdóttir japla og jamla á mögulegri Evrópusambandsaðild.

Mér þykið forgangsröðin bjöguð og er ekki einn um það.


ESB-hvalrót Vinstri grænna

Það er vitað fyrir víst að eitt af því sem fylgir inngöngu í Evrópusambandið er að hvalveiðum verður hætt - sem ætti að vera hvalgulrót fyrir Vinstri græna. Það var annars merkilegt að fylgjast með fréttaskýringaþættinum á RÚV í gær þar sem Benedikt Jóhannesson og Eiríkur Bergmann iðkuðu ESB-trúboð sitt af kappi. Benedikt „upplýsti“ þjóðina um að þjóðin veiddi árlega um 2 milljónir tonna af sjávarfangi en raunin er sú að eftir áralanga „uppbyggingu“ fiskistofna er veiðin nær því að vera 1 milljón tonna.

Við missum yfirráð, sérstaklega í núverandi kerfi, yfir fiskimiðunum ef við göngum í ESB. Bretar sem eru auðvitað margfalt áhrifameiri en Íslendingar reyndu að reisa skorður við eignarhaldi Spánverja á breskum útgerðum og setja kvaðir við löndun afla innan breskrar lögsögu, þ.e. að afla yrði landað innan hennar, en Bretum varð ekkert mjög ágengt. Íslenskar útgerðir hafa nýtt sér EES-samninginn og sópað upp úthafsveiðikvóta annarra þjóða, s.s. Breta og Þjóðverja, og það hefur þótt merki um hraustlega útrás fyrirtækja á borð við Samherja. Það væri algert stílbrot og í raun furðuleg krafa ef Íslendingar ætluðu að banna öðrum það sem þeir leyfa sjálfum sér.


mbl.is Þrjár útgerðir fengu hrefnuveiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband