Leita í fréttum mbl.is

Svartsýnissjúkir fjölmiðlar

Það er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar eru ginkeyptir fyrir hverri dómsdagsspánni á fætur annarri um að algert hrun blasi við undirstöðuatvinnugrein landsmanna þ.e. fiskveiðum. 

Fyrir nokkru var það aðalfréttin í helstu fjölmiðlum landsins að algert hrun blasti við fiskistofnum heimsins árið 2048 en upp komst að sú spá var einungis fölsk beita til þess að vekja athygli fjölmiðla.

Núna hefur Einar Árnason birt grein, þar sem spáir úrkynjun og hruni þorsksins a Íslandsmiðum, byggða á  mjög hæpnum gögnum. Það er eins og við manninn mælt, helstu fjölmiðlar landsins kokgleypa beituna gagnrýnislaust og virðast vera jafn meðvirkir með sértrúarvísindaliðinu sem boðar hver endalokin á fætur öðrum og þeir voru með blessaða útrásarliðinu okkar.

Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvers vegna þeir vísindamenn s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem boða bjarta framtíð byggða á viðtekinni vistfræði,  fá enga umfjöllun.


Bloggfærslur 30. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband