Leita í fréttum mbl.is

Hrun er enn í tísku

Það er í mikilli tísku að boða hrun.  Ef það er ekki sandsílið sem er að hruni komið hér við land vegna hlýnunar jarðar þó svo að það lifi ágætis lífi sunnar á hnettinum, þá er það þorskurinn sem er að úrkynjast og það vegna AA, AB og BB.  Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta AA, AB eða BB er en ég veit þó nóg til þess að vera þess fullviss að Einar Árnason og kó séu með víðtækar fullyrðingar út frá hæpnum forsendum. 

Ef litið er til þeirra valkrafta sem eru að verki á þorskstofninn þá er það augljóst að megnið af þeim milljónum seiða sem hver þorskhrygna klekur út, drepast ekki af völdum veiða heldur farast megnið af þeim af "náttúrulegum" orsökum.  Það að ætla að veiðar sem eru minniháttar affallaþáttur skipti sköpum og valdi hruni á örfáum árum er meira en lítið vafasamt.  Það er sér í lagi undarlegt þar sem veiðar hafa dregist gríðarlega saman á þorski hér við land og ekki hafa orðið einhver drastískar breytingar á sókninni ef frá er talið að minna er um vertíðabáta sem sóttu einkum í stóran hrygningarfisk.  Nýlega las ég reyndar grein þar sem sýnt var fram á að þar sem arfgerð fiskstofns var breytt með mjög hörðu vali í nokkrar kynslóðir, þá gengu breytingar mjög hratt til baka um leið og valinu var hætt.

Annars heyrði ég á Einari Árnasyni vitna til hrunsins í Kanada máli sínu til stuðnings en honum virðist vera ókunnugt um að fiskurinn horfið vegna breytinga í umhverfisþáttum þar sem kuldaskeið ríkti bæði á Grænlandsmiðum og Nýfundnalandsmiðum á þessum tíma.

Í lokin er rétt að huga að því að þar sem að hlutirnir eru í góðu lagi í Barentshafinu þar sem veitt er langt umfram ráðleggingar og hafa menn gáð að því hvort að þar sé á ferðinni AA, AB, BB eða Rúskí púskí.

Er boðun hruns innan örfárra ára góð leið til þess að komast í aukna styrki?

 

 


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband