Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórar í vörn fyrir handónýtt kerfi

Í 10-fréttum birtust tveir bæjarstjórar á Austurlandi og héldu uppi miklum vörnum fyrir kvótakerfið í sjávarútvegi. Það má ætla að þau séu málpípur sérhagsmunaaflanna þar sem þau standa vörð um kerfi sem hefur leikið Austfirðina mjög illa. Réttast væri fyrir þessa ágætu bæjarstjóra áður en þau halda áfram í vörninni að velta fyrir sér hver skuldastaða austfirsku útgerðanna er núna og fyrir 10 árum, hver aflaverðmæti á föstu verðlagi eru nú og fyrir 10 árum, hver aldur togaraflotans er nú og fyrir 10 árum og hvort heimaaðilar ráði för í stærstu útgerðarfyrirtækjunum.

Þau ættu sömuleiðis að velta fyrir sér hvaða nýliðar eru á ferðinni í greininni og hvernig kerfið muni leika byggðirnar eftir 10 ár ef framtíðin verður með svipuðu sniði og þróun síðustu 10 ára.

Við í Frjálslynda flokknum höfum ekki verið sérstakir talsmenn fyrningarleiðarinnar sem er að ýmsu leyti gölluð, en teljum að það ætti að stórauka veiðar og auka frelsi almennt í greininni og sérstaklega í útgerð minni báta.

Bæjarstjórarnir sem um ræðir eru ekki þau einu sem eru að fara á taugum, heldur virðist blað allra landsmanna helga skrif sín sérhagsmunaöflum og kerfi sem skilar færri og færri fiskum á land. Er ekki orðið tímabært að skoða fleiri þætti en eignarhald, t.d. stjórnunina í grunninn? Hver maður sem eitthvað hefur á milli eyrnanna ætti að sjá að það er meira en lítið vafasamt að selja veiðirétt landshorna á milli, t.d. úr Breiðdalsvík í Breiðafjörðinn.


Bloggfærslur 26. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband