Leita í fréttum mbl.is

Bjarni treystir á þvottamaskínuna

 Ég sá glefsur úr kjördæmaþætti kvöldsins þar sem fulltrúi Frjálslynda flokksins vakti m.a. verðskuldaða athygli á því að fyrir tveimur árum vöruðum við af römmu afli við verðtryggingunni sem allir sjá núna að er voði heimilanna.

 Nýbakaður formaður Sjálfstæðisflokksins var aldeilis ekki á skotskónum þótt hann hafi reynt hvað hann gat að sannfæra áhorfendur um að kvótakerfið hefði skilað gríðarlegri hagræðingu. Maðurinn virðist ekki vita að verðmæti sjávarfangs hafi staðið í stað eða dregist saman á síðustu árum á meðan skuldir hafa margfaldast. Sömuleiðis lítur hann algjörlega framhjá þeirri staðreynd að kvótakerfið brýtur í bága við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og að stjórnvöld eru siðferðilega skuldbundin til að breyta kerfinu í átt til réttlætis. Í breytingunum felast líka tækifæri til að gera betur. Allt þetta veit Bjarni Benediktsson en hann heldur öðru blákalt fram, ekki vegna þess að hann trúi því heldur vegna þess að hann treystir því að áróðursmaskínan haldi áfram að draga upp falska mynd af ástandinu.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað keypti FL Group af Sjálfstæðisflokknum?

Það sér hver maður að 30 milljóna króna greiðsla er ekki styrkur. Mér kæmi ekki á óvart að þessir tugir milljóna hefðu runnið í dýra prófkjörsbaráttu þeirra frambjóðenda sem vilhallir voru FL, s.s. Illuga Gunnarssonar, núverandi oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hann háði rándýran prófkjörsslag á þessum tíma og launaði vissulega fyrir sig með því að nota sparnað fólks í peningamarkaðsbréfum til að fjárfesta fyrir milljarða í Baugsbólunni, FL Group og hinu sem var allt um það bil að springa.

Skattgreiðendur eru neyddir til þess að borga brúsann, og kjósendum í Reykjavík gefst kostur á að kjósa þann sem ber höfuðsök á að hafa glutrað fénu til starfa á þjóðþingi Íslendinga - eða láta það ógert.

Nú er stóra spurningin hvort stefnan hafi brugðist eða fólkið.


Bloggfærslur 8. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband