Leita í fréttum mbl.is

Gleði og sorg í dag

Í Silfri Egils í dag kom það fram sem Guðjón Arnar hefur haldið fram í lengri tíma, þjóðin getur ekki staðið undir þeim fjárskuldbindingum sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking hafa reynt að binda henni. Tveir fyrrnefndu flokkarnir eiga reyndar höfuðsök á ástandinu.

Leiðin sem við verðum að fara er að semja okkur frá skuldunum og síðan að auka framleiðsluna en það er bæði nærtækast og eðlilegast að gera með því að auka sókn í sjávarauðlindina.

Annars bar dagurinn í dag með sér bæði sorg og gleði eins og segir í fyrirsögn. Þótti mér miður að Guðni Halldórsson, sá mæti frjálslyndi liðsmaður, sá sér ekki fært að mæta á Dússabar þrátt fyrir að ég hafi fengið skilaboð um að hann væri að gera sig kláran. En koma tímar, koma ráð.

Ég fékk engu að síður gleðifréttir í Borgarnesi, ég hitti Kalla Bjarna poppstjörnu sem var hress og kátur og tjáði mér þau gleðitíðindi að von væri á plötu. Það væri fróðlegt að vita hvað Jens Guði finnst um Kalla enda er Jens helsti poppfræðingur Frjálslynda flokksins og jafnvel þjóðarinnar, að vísu sérhæfður í færeyskum söngvum og pönksöngvum.


Bloggfærslur 5. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband