Leita í fréttum mbl.is

Lundaveislan

Ég rak augun í að doktor í fuglafræði taldi að það væru 750.000 lundapör í Eyjum. Ekki veit ég hversu nákvæm þessi talning er en ég reiknaði til gamans, og sömuleiðis til að opna augu fólks fyrir áhrifum veiða á gangverk náttúrunnar, að bara lundinn í Eyjum þarf þá að éta 400 tonn á hverjum degi, m.a. af sandsíli.  Ætla má að lundinn hér við land þurfi að éti um 1.500 tonn á dag.

Vestmannaeyingum var um skeið meinað að hreinsa upp höfnina sína og ná upp nokkur hundruð tonnum af dauðvona síld sem er á við tveggja daga matarskammt lundans. Síldin er sólgin í sandsíli og seiði annarra fiska, tekur vel til matar síns og nær örugglega að grisja rækilega ýsu-, þorsk- og
loðnuseiði. Það getur vel verið að með hreinsunaraðgerðum í Vestmannaeyjum hafi Vestmannaeyingar bjargað einhverjum lundapysjum frá sulti. Ella væru einhverjar líkur til að síldin hefði afétið lundann.

Það sem er kristaltært í mínum huga er að þótt við drögum okkur út úr lífríkinu og hættum veiðum er ljóst að aðrir nytjastofnar staflast ekki upp, s.s. síld, loðna og þorskur, heldur mun vistkerfið halda áfram sinn vanagang. Stofnar rísa og hníga.

Maðurinn tekur tugfalt minna út úr vistkerfi sjávar en fuglar og spendýr hafsins láta greipar sópa um sjávargæðin. Þjóð sem stendur illa peningalega en hefur alla þessa þekkingu ætti ekki að tvínóna við að auka veiðar í stað þess að berja hausnum við reiknilíkön sem hafa bara gefið eina niðurstöðu niðurskurðog hana má afsanna.


Bloggfærslur 30. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband