Leita í fréttum mbl.is

Grípum þorskinn meðan hann gefst - Vg gamaldags

Ég er í tengslum við fjölmarga sjómenn og þó nokkra útgerðarmenn.  Allir hafa sömu söguna að segja að þeir séu á flótta undan þorski í leit að ýsu vegna þess að hve takmarkaður þorskkvóti hamlar veiðum. Þrátt fyrir framangreinda staðreynd þá reiknar Hafró enn einu sinni þorskstofninn langt fyrir neðan meðaltal en að vísu eitthvað örlítið stærri en þá botnmælingu sem gerð var í fyrra. 

Steingrímur J. hefur þegar sagt að hann ætli að fylgja ráðgjöf Hafró í einu og öllu þó svo að kenningin um að veiða minna til að veiða meira seinna hafi hvergi gengið eftir.  Ef að Vg lenda í ríkisstjórn og fara með sjávarútvegsmál, eru allar líkur til þess að þorskveiðar verði skornar niður frá því sem nú er, en heimilt er að veiða 160 þúsund tonn, þar sem ráðlögð veiði á yfirstandandi fiskveiðiári var einungis 130 þúsund tonn.  Fastlega má búast við því að þorskveiðar verði einungis liðlega 140 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.  Það er nánast ekkert fjallað um að Hafró reiknar ýsustofninn fjórðungi minni nú en í fyrra sem mun að öllum líkindum leiða til þess að leyfileg ýsuveiði verði skorin niður um tugi þúsunda tonna með tilheyrandi milljarða tapi fyrir þjóðarbúið.

Frjálslyndi flokkurinn hefur enga trú á þessum reiknikúnstum Hafró og telur algerlega óábyrgt að veiða minna en 260 þúsund tonn enda er það talsvert minna magn en það sem var veitt fyrir daga kvótakerfisins.

Þessi yfirlýsing Steingríms J gefur til kynna hve Vg eru íhaldssamir og gamaldags. Flokkurinn er ekki  tilbúinn að skoða gatslitna ráðgjöf upp á nýtt sem hvergi hefur gengið eftir í heiminum og það þrátt fyrir vel rökstudda gagnrýni.  Það eitt að reiknað hefur verið út frá forsendum Hafró að hrefnan ein éti mun meira af þorski og ýsu en íslenskum sjómönnum er leyfilegt að veiða ætti að vekja venjulegt fólk til umhugsunar.


Bloggfærslur 19. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband