Leita í fréttum mbl.is

Þrjú stig sannleikans um fjármál stjórnmálaflokkannna

 Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir opnun bókhalds um fjármál stjórnmálaflokkanna og reglum um fjárframlög eins og eðlilegt þykir í vestrænu samfélagi. Í fyrstu þegar frjálslyndir settu þetta fram fyrir kosningarnar 1999 var lítið gert úr hugmyndinni og jafnvel grín gert að formanninum fyrir að ætla að setja reglur um ónauðsynlega hluti. Á öðru stigi umræðunnar var ráðist harkalega á Frjálslynda flokkinn, menn á borð við Pétur Blöndal töldu að reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka væru lýðræðinu hættulegar vegna þess að menn færu alltaf í kringum reglurnar.

 Nú erum við komin á þriðja stigið þar sem þetta er orðinn viðtekinn sannleikur sem allir hafa verið sammála um - alltaf. Þetta á reyndar við um fleiri baráttumál Frjálslynda flokksins, s.s. kvótakerfið og verðtrygginguna.

 Svo má kannski bæta við að Sjálfstæðisflokkurinn er að mjakast upp á stig tvö hvað varðar kvótakerfið.


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband