Leita í fréttum mbl.is

Bretar hæstánægðir með Íslendinga

 Mikinn skugga hefur borið á samskipti Íslendinga og Breta vegna bankaklúðurs sem skrifast að miklu leyti á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá jákvæðar fréttir frá Bretum. Á BBC-vefnum er Íslendingum fagnað sérstaklega þar sem þeir eru byrjaðir að sigla aftur með fisk til Grimsby og fá í staðinn beinharðan gjaldeyri, kannski til að borga eitthvað af þessu Icesave-rugli til baka.

 Það er alveg víst að ef Frjálslyndi flokkurinn kemst í stjórn sjávarútvegsmála í kjölfar kosninganna mun það leiða til stóraukinna veiða og siglinga með fisk sem mun ekki einungis gleðja Breta og íslenska sjómenn, heldur verða búhnykkur líka fyrir þorra landsmanna.


Jákvætt að fá lánið hjá Færeyingunum

Færeyingar hafa ýmsu að miðla og ekki bara peningalánum, heldur ekki síður þekkingu á því hvernig á að stjórna fiskveiðum.

Íslendingar hafa lifað í þeirri barnalegu trú að allt-sé-best-í-heimi hérna, m.a. fjármálakerfið og ég tala nú ekki um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það kom þó á daginn að það voru Færeyingar - sem að sögn þeirra sem hafa ráðið för á Íslandi hvað varðar sjávarútveginn búa við óhagkvæmt kerfi og eru búnir að hirða hvert snitti í kringum eyjarnar - eru aflögufærir.

Það væri óskandi að Íslendingar sæktu ekki einungis beinharðan pening til Færeyja, heldur líka visku til að læra að stjórna fiskveiðum. Færeyingar lentu í slæmum málum á sínum tíma og þeirra ráð var að veiða sig út úr kreppunni þrátt fyrir viðvaranir reiknisfiskifræðinga sem héldu að auknar veiðar gjöreyddu fiskistofnunum. Færeyingar hafa veitt langt umfram ráðgjöf í vel á annan tug ára.

Væri ekki nær fyrir okkur að fara svipaða leið og Færeyingar?


mbl.is Skrifað undir lánasamning við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband