Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru íslenskir fréttamenn?

Eitthvað er um að íslenskum fréttamönnum finnist það nánast neðan við sína virðingu að fjalla með gagnrýnum hætti um sjávarútveg. Á því eru sem betur góðar undantekningar, s.s. Kristinn Hrafnsson og Erla Hlynsdóttir. Í Spegli Ríkisútvarpsins er stöðugt fjallað um hrun lífríkis og fiskistofna án að taka það með í reikninginn að nánast óeðlilegt sé að ætla að stofnstærð lífvera, s.s. fiska, sem geta eignast gríðarlegan fjölda afkomenda sveiflist gífurlega. Aldrei er fjallað gagnrýnið um að hvergi í heiminum hafi tekist að byggja upp þorskstofn með þeim aðferðum sem íslensk stjórnvöld hafa stuðst við.  

Íslenskur sjávarútvegur aflar drýgsta hluta dýrs gjaldeyris þjóðarinnar sem mikill skortur er á um þessar mundir. Fréttamenn, svo og landsmenn allir, ættu því að vera vakandi yfir því hvort ekki sé hægt að gera betur en nú er gert, t.d. með því að koma í veg fyrir brottkast og veiða meira.

Frjálslyndi flokkurinn hefur í gegnum árin bent á hagkvæmara og betra kerfi en enn er í notkun hér á Íslandi, þ.e. að beita sóknarstýringu í stað þess að notast við kvótakerfi sem hvetur til brottkasts. Sömuleiðis hefur Frjálslyndi flokkurinn bent á að það sé óhætt að veiða langt umfram ráðgjöf Hafró enda hafi hún engu skilað í gegnum árin nema auknum niðurskurði.

Í Færeyjum fór fram hörð umræða í fyrrasumar um hvort ætti að skera veiðiheimildir niður um helming en ætla má að ef sú hefði orðið raunin hefðu Færeyingar ekki verið aflögufærir með lán til Íslendinga. Niðurstaðan úr þeim umræðum varð sú að stjórnin sprakk eftir að deilurnar fóru út um víðan völl, m.a. um lyklavöld í ráðuneytum.

Hvað afleiðingar hefur umframveiði um 50% haft? Í Færeyjum er mjög góð ufsaveiði og þorskurinn virðist vera að ná sér á strik á ný eftir lægð síðustu ára. Vel að merkja hefur ufsaveiðin í Færeyjum verið á síðasta áratug allt frá nokkrum tugum prósenta og upp í hundruð prósent umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga.

Á heimasíðu Jóns Kristjánssonar fiskifræðings er mjög athyglisverð frétt úr færeyska togararallinu sem gefur heldur betur til kynna að feitur þorskur sé í miklum mæli kominn inn í veiðina.

Það er furðulegt að fylgjast síðan með formanni VG, Steingrími J. Sigfússyni, halda áfram mannréttindabrotum og meina fólki í dreifðum byggðum að draga björg í bú með handfærum. 

Og flestir fréttamenn snúa blinda auganu að þessum fréttum öllum.


Bloggfærslur 18. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband