Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn úr öskunni í eldinn

 Örugglega hafa margir verið hugsi yfir úrslitum prófkjara Sjálfstæðisflokksins um helgina, nokkrum mánuðum eftir að stjórnarstefna flokksins til síðustu 18 ára hefur kallað yfir þjóðina hrun fjármálakerfisins, háa verðbólgu, gjaldeyrishöft, atvinnuleysi og almenna vantrú á stofnunum samfélagsins. Úrslitin í Reykjavík og Kraganum bera með sér að menn hafa verið valdir til forystu sem hafa stjórnað glórulausri skuldsetningu og kaupum á fyrirtækjum fyrir tugi milljarða, s.s. N1 Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson sem tók þátt í sukkinu í kringum Glitni þar sem sparnaður gamla fólksins var settur inn í glæfraáhættufélag eins og FL Group. Það var ekkert minna en brjálæðislegt. Ríkissjóður var svo látinn hlaupa undir bagga með tugmilljarðaframlagi til að bjarga sjóðnum.

Í 2. sæti í Norðausturkjördæmi lendir síðan Tryggvi Þór Herbertsson sem taldi jöklabréfin, sem eru helsta ástæða gjaldeyrishaftanna á Íslandi, jákvæð á sínum tíma og til vitnis um styrk íslensks efnahagslífs. Hann bjó til Mishkin-skýrsluna þar sem öllum ábendingum um veikleika íslensks efnahagslífs var vísað á bug sem og sérstaka skýrslu um að samráð olíufélaganna hefði ekki valdið íslensku samfélagi stórvægilegu tjóni.

Er þetta hópurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn býður landanum upp á að eigi að stjórna endurreisninni?


mbl.is Kristján leiðir í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband