Leita í fréttum mbl.is

Ormarnir hennar Evu Joly

Íslenskt samfélag er hræðilega meðvirkt, enn hefur enginn víkinganna verið tekinn til yfirheyrslu þótt þeir hafi stefnt efnahag landsins í glötun. Það var mikil sátt um stofnun sérstaks embættis sérstaks saksóknara sem fékk næstum enga fjármuni og í ofanálag næstum tómar möppur og engan samstarfsvilja annarra ríkisstofnana þegar til kastanna kom.

Til að hrista eitthvað upp í þessu þurfti Egill Helgason að kalla á þessa mætu manneskju í þátt sinn sem benti á að þessi rannsókn sem (ekki) færi fram væri djók. Það er eins og að þótt raddir þess efnis hefðu heyrst, m.a. úr mínum barka, að þetta væri ódýrt yfirklór, nánast kattarþvottur, væri ekki á þær hlustað. Núna skyndilega er Eva orðin ráðgjafi og það ræðst örugglega í næstu viku hvort ráðning hennar er raunverulegur ásetningur stjórnvalda í að taka á málum eða hvort málið hafi verið einungis að bregðast við þessum eina sjónvarpsþætti.

Ef alvara er í málinu má búast við því að Eva tæti höggormana í sig.


mbl.is Joly: Viss um að menn misnotuðu aðstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband