Leita í fréttum mbl.is

Rökvilla Evrópusinnanna

Ég var að fylgjast með Kolfinnu Baldvinsdóttur á ÍNN ræða við mikinn Evrópusinna úr Framsóknarflokknum. Niðurstaða þeirra varð að engin hætta væri á að útlendingar gætu keypt kvóta hér við Ísland, en þau töldu hins vegar alveg sjálfsagt og mikil tækifæri felast í því að ganga í Evrópusambandið þannig að Íslendingar gætu keypt kvóta annarra þjóða, væntanlega þá eftir sömu reglum og útiloka útlendinga frá kaupum á innlendum fiskveiðiheimildum!

Skynsamt fólk sem veltir þessu aðeins fyrir sér hlýtur að sjá að þetta gengur ekki. Skuldsett íslensk fyrirtæki í núverandi kerfi eru auðveld bráð, með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að selja miðin um aldur og ævi. Það sem er kannski sérkennilegast í allri þessari umræðu er að margur fjölmiðlamaðurinn leggur kaup innlendra fyrirtækja á veiðiheimildum annarra ríkja upp sem eitthvert meiriháttar jákvætt afrek. Ef það sama gerist hins vegar hér er það eitthvað voða neikvætt.

Er þetta ekki sannkallaður tvískinnungur?


Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband