Leita í fréttum mbl.is

Slátrar Guðjón Arnar kópi?

Ég hef kannað lauslega hvernig innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn hafa tekið inngöngu Jóns Magnússonar í flokkinn. Mér heyrist sem þeim finnist ekki mikið um, t.d. hef ég ekki rekist á nokkurn blogga af fögnuði yfir komu Jóns í herbúðir Sjálfstæðisflokksins. Einn virtasti bloggari sjálfstæðismanna sá ekki ástæðu tið að fagna, þess í stað sá hann ástæðu til að blogga um góðan dreng sem hefur orðið fíkniefnum að bráð.

Sjálfur hef ég heyrt utan af mér af megnri óánægju einstakra sjálfstæðismanna með komu Jóns í Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfur lýsti hann því svo að engum alikálfi hefði verið slátrað þegar hann mætti á sinn fyrsta fund með þingflokki sjálfstæðismanna. Ég er ekki viss um að Jón telji sig eiga lengi heima í þessum nýju vistarverum og það má vel vera að hann snúi einfaldlega fljótt til baka í Frjálslynda flokkinn.

Þá er ég viss um að kafteinn Guðjón Arnar mun fagna týnda stýrimanninum, bjóða til veislu í Þernuvík við Ísafjarðardjúp og slátra kópi sem étinn yrði undir dýrlegum harmonikkuleik.

Maður skyldi aldrei segja aldrei því að nokkur dæmi eru um að fólk sem gengið hefur tímabundið úr flokknum hafi fljótlega gengið í hann á ný.


Bloggfærslur 19. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband