Leita í fréttum mbl.is

Jón Magnússon mættur í vörnina hjá Davíð Oddssyni

Ég get sagt margt gott um Jón Magnússon og fátt eitt slæmt, enda er okkur ágætlega til vina. Hann getur verið dálítið fljótfær og satt að segja kom mér lítið á óvart brotthvarf hans úr Frjálslynda flokknum en ég er mjög hissa á því að hann finni sér samastað í Sjálfstæðisflokknum. Jón Magnússon hefur verið harður andstæðingur Davíðs Oddssonar og viljað kenna honum um flest það sem miður hefur farið í samfélaginu síðustu tvo áratugina, gjafakvótann, einkavæðinguna, útþenslu hins opinbera, peningamálastefnuna og að koma í veg fyrir Evrópuumræðuna.

Í ræðu og riti Jóns hafa harðar og vel rökstuddar ákúrur kristallast í heljargreipum Davíðs Oddssonar á samfélaginu.

Síðustu vikuna hefur það verið dagskipan þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þvælast endalaust fyrir því að Davíð Oddssyni, upphafi alls ills að mati Jóns, verði komið út úr Seðlabankanum. Á þessum tímapunkti finnur einhverra hluta vegna Jón hvöt hjá sér til að leggja honum lið í vörninni. Ég fæ ekki botn í þetta.

Á þessu máli eru svo sem skemmtilegar hliðar og það kæmi mér hreint ekki á óvart að einn harðasti stuðningsmaður Jóns, Eiríkur Stefánsson, fylgdi honum í Sjálfstæðisflokkinn. Eiríkur er mikill hugsjónamaður og einlægur kvótaandstæðingur og er líka vanur að láta menn finna til tevatnsins eins og ég þekki sjálfur. Það eru hressilegir pistlar sem hann lætur gossa og fari svo fram sem horfir býst ég við að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins muni Eiríkur taka flokkinn til bæna fyrir óhæfuverk síðustu áratuganna.

Eiríkur Stefánsson fyrrverandi verkalýðsleiðtogi frá Fáskrúðsfirði by olikristinn.

Myndin af Eiríki er tekin af myndasíðu Óla Kristins.


mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband