Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason styður ekki mannréttindabrot Steingríms J.

Ég hef orðið var við að einhverjir meðlimir í VG telji mig hafa sýnt flokknum ákveðna ósanngirni hér á blogginu þegar ég fjallaði um að Steingrímur J. Sigfússon virtist staðráðinn í að halda áfram mannréttindabrotum eins og ekkert væri. Ég hef því reynt að bæta úr því og lesið í gegnum þingræður meðlima flokksins eftir að þeir komust í ríkisstjórn. Það verður að segjast eins og er að Jón Bjarnason tók í umræðum 9. þessa mánaðar á Alþingi undir breytingar Frjálslynda flokksins til jafnræðis og gagnrýndi með því, þó á ofurkurteisan hátt, ófyrirleitinn þvergirðingshátt Steingríms.

Það er vonandi að fleiri liðsmenn VG en Jón Bjarnason reyni að koma vitinu fyrir formanninn. Það er ólíðandi að menn láti þessi mannréttindabrot viðgangast.


Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband