Leita í fréttum mbl.is

Kemur Dalai Lama í óþökk ríkisstjórnar Íslands?

Það verður vonandi ekki sami vandræðagangurinn á ráðamönnum við komu Dalai Lama og þegar Falun Gong ætluðu að heilsa upp á forseta Kína hér um árið. Maður skyldi þó ekki útiloka það þar sem formaður Samfylkingarinnar sagðist styðja heils hugar stefnuna um eitt Kína og vildi ekki gera mikið úr 60 ára hernámi Kínverja á Tíbet.

Það má ganga út frá því sem vísu að vinstri grænir munu ekki taka mannréttindafrömuði Tíbeta fagnandi þar sem ég hef orðið þess var hér á bloggsíðu minni og t.d. fundi á Akureyri á sunnudaginn að vinstri grænum er sérlega uppsigað við allt tal um mannréttindabrot stjórnvalda, sérstaklega þegar í hlut eiga brot sjávarútvegsráðherra á sjómönnum.

Tökum vel á móti Dalai Lama!


Bloggfærslur 11. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband