Leita í fréttum mbl.is

Svavar sýnir þjóðinni puttann

Það er stórundarlegt í vestrænu lýðræðisríki að sendiherra, einn æðsti embættismaður og starfsmaður sem er trúað fyrir mikilvægum störfum í þágu þjóðarinnar, skuli neita að mæta fyrir þingnefnd í mikilsverðu máli. Þessi framkoma myndi kalla á tafarlausan brottrekstur þar sem þingræði og lýðræði er haft í heiðri. Það er líka merkilegt að Svavar vilji ekki koma og verja þann samning sem hann hefur lagt nafn sitt við og heiður sinn. Nærtækasta skýringin á því er að Svavar er hræddur um að hann geti ekki varið gjörninginn og svo að fleiri gögn verði dregin fram í málinu, gögn sem hann hafi skotið undan. Dettur einhverjum eitthvað annað í hug?

Frammistaða Össurar og Steingríms í þinginu við að útskýra málavöxtu í skjalaleyndinni var langt frá því að vera sannfærandi og nánast ömurleg, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem sóttu að þeim eru sjálfstæðis- og framsóknarmenn sem hafa langt í frá hreinan skjöld eða sterka vígstöðu í málinu.

Landsmenn eiga heimtingu á að öll spilin séu lögð á borðið og farið gaumgæfilega yfir upplýsingar sem geta svipt okkur efnahagslegu sjálfstæði. 


mbl.is Vilja sjá tölvupóstana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið orðið persónulegt fyrir Steingrími

Mér var brugðið að hlýða á fjármálaráðherrann Steingrím J. mæla fyrir því að Icesave-málið skyldi fara með hraði í gegnum þingið, þrátt fyrir að þingið sem á að veita samþykki sitt hafi ekki séð öll gögn málsins og að rökstuddur grunur sé uppi um að formaður samninganefndar Íslands hafi leynt utanríkisráðherra veigamiklum gögnum. 

Það að persónugera svo alvarlegt mál í einhvern pólitískan sigur eða ósigur  sem getur riðið efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar að fullu og hlaupa yfir málefnaleg rök sem geta rétt hlut þjóðarinnar, er grafalvarlegt.

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband