Leita í fréttum mbl.is

Er ekki málið að klára Icesave?

Núna slær Jóhanna því þreytulega fram hvort ekki sé rétt að klára Icesave og er það orðalag örugglega beint frá spunameistara Samfylkingarinnar, Hrannari B. Arnarssyni. Undir þetta taka álitsgjafar Samfylkingarinnar í fjölmiðlum, s.s. Egill Helgason. Ekkert af þessu liði rökstyður það hvernig við klárum okkur af því að greiða þennan reikning.  Það er eins og það sé algjört aukaatriði í umræðunni þótt það blasi við að skuldirnar séu orðnar þjóðinni ofviða.

Um leið og Jóhanna lætur þessi orð falla um að „klára Icesave“ segist hún ætla að halda áfram með uppbygginguna. Ég held að það sé rétt að staldra við þessi orð og velta fyrir sér hvað í ósköpunum ríkisstjórnin hefur verið að gera. Hún hefur haldið áfram feluleiknum og afskriftum á auðmenn, lagt í mikla vinnu við að gefa útrásarglæpamönnum sérstakan skattaafslátt á meðan skattar hafa verið hækkaðir á almenning og venjuleg fyrirtæki í landinu. Samfylkingin hefur dregið lappirnar í að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og neitað að fara rækilega yfir það hvort hægt sé að afla meiri gjaldeyris úr hafinu þó að öll rök hnígi til þess að það sé skjótvirkasta og ábyggilegasta leiðin til að afla aukinna tekna.


Bloggfærslur 29. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband