Leita í fréttum mbl.is

Góður díll að kaupa Pulsuvagn fyrir þrjá milljarða

Dellan í íslensku viðskiptalífi ríður ekki við einteyming en í kvöld greindi Kastljósið frá því að ríkisbanki hefði lánað nokkrum jólasveinum tugi milljarða til kaupa á gjaldþrota fyrirtækinu Icelandic Group, en þeir sem fengu lánið úr ríkisbankanum eru helst þekktir af því að hrúga endalausum lánum á fyrirtækin sem þeir ráða yfir.

Veðin sem að skuldasveinarnir lögðu fram til þess að fá kúlulánið frá Steingrími J. voru ekki önnur en bréfin í fyrirtækinu sem þeir fjárfestu í.

Með viðlíka fyrirgreiðslu væri lítið mál að kaupa pylsuvagninn við Tryggvagötu fyrir þess vegna þrjúþúsund milljónir króna  þ.e. ef að ekki þyrfti að greiða  af láninu fyrr en eftir einhver ár. 

Það er ekki að undra að ríkisstjórnin með Steingrím J. í fararbroddi hafi ekki nokkurn tíma til þess að huga að stöðu almenningi á meðan það er verið að snúast í bráðum vanda helstu hugsuða íslensks viðskiptalífs.

 


Bloggfærslur 23. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband