Leita í fréttum mbl.is

Skuldastaða Íslands hjá Agli

Það er orðið löngu tímabært að það verði alvarleg og yfirveguð umræða um skuldastöðu þjóðarinnar og hvort að sú leið sem ríkisstjórnin og AGS hafa markað sé fær. Í Silfri Egils sýndi Gunnar Skúli Ármannsson með einföldum og hófsömum hætti að dæmið sem AGS setti upp gengi ekki upp.

Í seinni hluta þáttarins kom fram einn helsti viðskiptafélagi Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson ,,fjárfestir", og var boðskapur hans sá að koma því til skila að eftir afskriftir verði skuldir hins opinbera viðráðanlegar. Það er engu líkara en að Vilhjálmur hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að afskrifa drjúgan hluta af skuldum þjóðarinnar þar sem tölurnar sem hann byggir sínar ályktanir á eru umtalsvert lægri en þær sem AGS hefur til grundvallar. Ekki verður sagt um Vilhjálm að hann taki alltaf að sér auðveld verkefni en hann varði drjúgum tíma sínum fyrir nokkru í að réttlæta REI-rugl Orkuveitu Reykjavíkur. 

Ég hefði talið fara betur á því ef þáttarstjórnandi hefði haft saman lækninn Gunnar Skúla sem lagði fram delluplön AGS og Steingríms J. og síðan helsta talnaspeking Samfylkingarinnar sem virðist trúa því að hægt sé að tala niður skuldir þjóðarbúsins.


Bloggfærslur 13. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband