Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn er í brjóstumkennanlegri stöðu en hann hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð gegn skattahækkunum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. Þó að skattahækkanastefna VG og Samfylkingar sé dæmd til að mistakast kemur gagnrýni Sjálfstæðisflokksins úr allra hörðustu átt því að flokkurinn sá jók skatta gríðarlega í sinni tíð þannig að hlutur hins opinbera af þjóðarframleiðslunni varð miklum mun hærri undir lok valdatíðar hans en í upphafi.

Það er líka spurning hvers vegna verið sé að hækka skatta. Er það ekki til að borga kúlulánin og óstjórnina á síðustu árum sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga beinan þátt í , m.a. formaður þingflokks sjálfstæðismanna?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í allsherjarendurskoðun og það væri miklu nær að flokkurinn beitti sér fyrir auknu frelsi til fiskveiða og meiri tekjuöflunar samfélagsins.


Bloggfærslur 10. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband