Leita í fréttum mbl.is

Dónakarlarnir og bankaþjófarnir

Í fréttatímum kalla almannasamtök á borð við femínistafélagið og áhrifamenn Vg s.s. Kolbrún Halldórsdóttir eftir ábyrgð og breyttri forgangsröðun lögreglu vegna kaupa kynlífsþjónustu. Það sem hefur hefur valdið miklu uppnámi er annars vegar að upp komst að starfsmaður KSÍ heimsótti strippbúllu fyrir 5 árum og hins vegar að nú hálfu ári eftir að kaup á vændi hafi verið gerð refsiverð að þá hafi enginn verið ákærður.

Í sömu fréttatímum er greint frá því að stjórnendur Glitnis hafi skotið undan að færa til bókar 140 milljarða skuld bankans og látið í veðri vaka að þeim hafi orðið á einhver óheppileg mistök á skráningu skulda bankans, svipað eðlis og óheppileg mistök sem urðu á skráningu á kaupum Birnu Einarsdóttur á hlutabréfum í Glitni.  Lánið sem um ræðir og skotið var undan í bókhaldi bankans er ekki nein smá upphæð en ef henni væri deilt niður á hvert mannsbarn í landinu þá samsvarar hún nálægt hálfri milljón á hvern landsmann og slagar vel upp í útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2008.

Það er umhugsunarvert að á sama tíma og hluti fjórflokksins kallar eftir refsingum dónakarlanna þá  sér enginn úr stjórnmálastéttinni ástæðu til að krefjast þess að þeir sem settu landið á hausinn með blekkingum og fjárglæfrum verði látnir sæta ábyrgð.  Þeir sem lánuðu sjálfum sér án trygginga, stunduðu markaðsmisnotkun, bókhaldsblekkingar og misnotuðu lífeyris - og tryggingasjóði eru ekki settir í gæsluvarðhald heldur kallaðir í hugguleg viðtöl annað hvort í Kastljósinu eða rannsóknarnefndinni.  Enginn veit hvað rannsóknarnefndin er að bauka enda frestaði hún útgáfu á boðaðri skýrslu nú í haust sem mögulega kemur út í febrúar.

 


Bloggfærslur 8. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband