Leita í fréttum mbl.is

Fleiri líffræðingar taka undir með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi

Á fréttavefnum Nordlysid kemur fram að fiskifræðingurinn Dr.  Petur Steingrund, taki undir sjónarmið Jóns Kristjánssonar fiskifræðings um áhrif stærðar hrygningarstofns á nýliðun þorsks.  Samkvæmt fréttinni  fellst Petur ekki a hefðbundnar kenningar  í doktorsritgerð sinni, um að þorskurinn hafi notað sporðinn til þess að synda í burtu og ekki heldur að stór hrygningarstofn sé ávísun á mikla nýliðun.

Niðurstaðan er að hafna forsendum og hornsteini reiknisfiskifræðinnar þ.e. að byggja upp stóran hrygningarstofn til þess að fá mikla nýliðun.  Það er einmitt sú aðferð sem íslensk stjórnvöld hafa verið að rembast við að fara hér á Íslandsmiðum síðustu tvo áratugina með hræðilegum afleiðingu.

Nú er að sjá til hvort að búfræðingurinn Jón Bjarnason óski eftir ráðgjöf þeirra Jóns Kristjánssonar og Peturs Steingrund til þess að yfirfara nýtingarstefnu íslenskra stjórnvalda en það gæti orðið mikill búhnykkur fyrir íslenska þjóðarbúið.


Bloggfærslur 30. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband