Leita í fréttum mbl.is

Þór Saari hefur rétt fyrir sér

Gagnrýni Þórs á frumvarp félagsmálaráðherra og breytingartillögur nefndarinnar á fyllilega rétt á sér. Ekki verður betur séð en að meiningin sé að gefa lánastofnunum galopnar heimildir til þess bæði að afskrifa og veita skattaafslætti á kúlulán og afleiðusamnginga og allt þetta ,,fína" sem kom þjóðinni á hausinn.

Sem betur fer fékk breytingartillagan um skattaafsláttinn ekki brautargengi, hún virðist hafa verið kölluð aftur á lokametrunum. Það sem stendur upp úr er að rúmu ári eftir hrunið virðist fjórflokkurinn ekki geta komið frá sér óbrengluðum tillögum sem snúa að heimilunum heldur þarf hann að lauma í leiðinni inn ákvæðum sem koma heimilunum ekkert við, s.s. með afleiðusamningana.

Þegar Þór leyfði sér að benda á hið rétta í málinu kom Ólína Þorvarðardóttir stútfull af heilagri vandlætingu yfir því að hann læsi það út sem stendur nánast berum orðum í frumvarpinu!

Þessu máli er hvergi nærri lokið.


Bloggfærslur 25. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband