Leita í fréttum mbl.is

Ekkert frá rannsóknarnefndinni

Stjórnmálastéttin hefur dregið lappirnar við rannsókn fjármálahrunsins, enda tengjast ráðandi öfl kúlulánaliðinu eða þau hafa sjálf jafnvel tekið sér kúlu. Það tók talsverðan tíma að koma rannsóknarnefndinni af stað og sömuleiðis sérstökum saksóknara, og fengu þessi embætti í fyrstu mjög takmarkaða fjármuni. Sérstaki saksóknarinn fékk takmörkuð fjárráð til þess að rannsaka mestu fjármálamisferli sögunnar í stað þess að nýta alla krafta efnahagsbrotadeildar lögreglunnar.

Núna kemur á daginn að rannsóknarnefndin getur ekki gefið út skýrsluna á fyrirhuguðum tíma, 1. nóvember, og tilkynnir það rétt áður en stóri dagurinn rennur upp. Það er lélegt. Í lögunum um rannsóknarnefndina kemur fram að hún eigi að geta skilað áfangaskýrslu og það verður eiginlega að segja að það er lágmarkskrafa að rannsóknarnefndin skili áfangaskýrslu um rannsókn málsins.

Er ekki t.d. hægt að gefa út kaflann um Icesave og tengsl stjórnmálamanna við það klúður?

Jafnvel þótt einhver ástæða sé til frestunar er enn meiri ástæða til að slá á skiljanlega tortryggni gagnvart því að hrunið verði gert upp á sanngjarnan hátt. Einhverjir kaflar hljóta að vera orðnir birtingarhæfir og þeir hefðu átt að koma út núna - jafnvel þótt það þýddi nokkur aukahandtök hjá rannsóknarnefndinni.


Bloggfærslur 15. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband