Leita í fréttum mbl.is

Íslensk stjórnvöld misnota trúgirni útlendinga

Eitt fórnarlamba áróðurs íslenskra stjórnvalda varðandi sjávarútvegsmál er Gabriela Sabau sem slysaðist hingað til lands til þriggja vikna dvalar sem stundakennari í umhverfisfræðum við Háskólasetur Vestfjarða. Gabriela segir sjálf svo frá að hún hafi lært jafn mikið eða meira og hún kenndi á námskeiðinu. Í framhaldinu skrifaði Gabriela lofgrein um íslenska kvótakerfið sem íslenskir fjölmiðlar hafa varla nennt að fjalla um vegna þess hve augljóslega fölsk mynd var dregin upp. Gabriela Sabau

Helstu forvígismenn, s.s. LÍÚ og Einar, hafa hampað greininni enda var höfundurinn í fóstri hjá útgerðarfélaginu Gunnvöru á Ísafirði. Í kvöld reyndi ég að kynna mér eitthvert efni eftir umhverfisfræðinginn Gabrielu um fiskveiðar en fann lítið sem ekki neitt - vegna þess að væntanlega er þetta ekki sérsvið hennar.

Íslensk stjórnvöld hafa rúið íslensku þjóðina trausti og orðið uppvís að því að plata vísvitandi og halda því ranglega og ósvífið fram að íslenska fjármálakerfið hafi verið traust. Stjórnvöld hafa ekki látið þar við sitja, heldur haldið uppi lygaáróðri um íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi sem sannast hér enn og aftur.

Ekki veit ég hvað verður um það litla traust sem Íslendingar hafa enn þegar þessi grein verður leiðrétt í Economist en eftir það hlýtur blaðið að taka með mjög mikilli varúð öllu sem berst frá landinu. Þetta er grafalvarleg aðför að trúverðugleikanum, þessu sem eftir er af honum.


Brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr Samfylkingunni mjög alvarlegt áfall

Brotthvarf Guðmundar er alvarlegt áfall þó að „Guðmundur Steingrímsson“ hafi ekki staðið fyrir neitt sérstakt í íslenskum stjórnmálum, að vísu eitthvað-svona-Evrópu-eitthvað. Hins vegar er Guðmundur Steingrímsson góður gæi, að sögn skemmtilegur músíkant og hrókur ýmiss fagnaðar þegar svo ber undir.

Einmitt þess vegna er slæmt fyrir Samfylkinguna að missa manninn þar sem Samfylkingin stendur ekki fyrir eitt eða neitt en náði því að fá á sig ljóma um að eitthvað mikið stæði til. Eftir tæplega tveggja ára valdasetu virðist sem örlög Samfylkingarinnar séu þau að vera hækja spillingaraflanna í Sjálfstæðisflokknum og brjóta mannréttindi á sjómönnum eins og ekkert sé.

Eflaust sér Guðmundur fram á betri partí í Framsóknarflokknum næstu vikurnar.


Bloggfærslur 6. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband