Leita í fréttum mbl.is

Er Ísland endanlega fokking fokkd?

Fréttir herma að helstu hugmyndafræðingar og ráðgjafar nýju ríkisstjórnarinnar séu helstu klappstýrur útrásarinnar, þeir fyrrum vinnufélagarnir Ragnar Árnason og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Ekki þarf að fjölyrða um að spádómar Ásgeirs um auðlegð og ævintýr íslensku þjóðinni til handa hafa ekki gengið eftir og hið sama má segja um dellureikninga Ragnars Árnasonar um gríðarlega hagræðingu og hagsæld sem fylgdi íslenska kvótakerfinu.

Ragnar Árnason játaði nýlega í grein að íslenska kvótakerfið hefði verið forsenda útrásarinnar. Núna er það almennt viðurkennt að kerfið hafi verið upphaf þeirrar gríðarlegu fjármálabólu sem engin innistæða var fyrir og hafi verið upphafið að því hruni íslenska fjármálakerfisins sem þjóðin er lent í.

Þegar maður horfir fram á að ráð þessara manna ráði för þeirra sem ætla að taka við af vonlausri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar koma hin fleygu orð upp í hugann: Ísland er helvítis fokking fokkd. Ekki síst þegar maður rifjar upp að um mitt sumar 2007 lagði Ragnar Árnason til að þorskveiðum yrði hætt í þrjú ár vegna þess að efnahagslífið væri í svo miklum blóma!


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalræðisstjórnin komin á koppinn - viðhafnarríkisstjórnin kynnt í dag

Eina málið sem vefst fyrir VG við stjórnarmyndunina er hvalamálið en Einar Kristinn hafði loksins kjark til að leyfa hvalveiðar þegar hann laumaðist út úr ráðuneytinu. Það virðist hvorki standa í Vinstri grænum né Samfylkingunni að Framsókn hefur sett grænt bann - í staðinn fyrir blátt bann - við að taka á fjárglæframönnunum sem margir eru tengdir inn í innstra hring Framsóknarflokksins. Ekki ber á öðru en að báðir flokkar séu þægir og glaðir með það að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband