Leita í fréttum mbl.is

Gríðarlega hátt verð

Nú er ljóst að ríkið leggur Glitni til 84 milljarða en bankinn hefur verið gullnáma stjórnenda sem hafa mokað milljörðum í eigin vasa í gegnum siðlausa kaupréttarsamninga. Eigendur bankans hafa stundað það að lána sjálfum sér og skáka sjóðum bankans í fyrirtæki sem ekkert hafa gefið af sér nema feita samninga fyrir stjórnendur fyrirtækjanna, s.s. Fl.

Það er rétt að halda því til haga að Geir Haarde og Árni Mathiesen hafa miklu frekar mært framgang fjármálafyrirtækjanna en hitt á síðastliðnum árum og fjármálaráðherrann sjálfur hagnast vel vegna sölu á stofnbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar.

Verðið 84 milljarðar fyrir 75% hlut í Glitni er gríðarlega hátt ef mið er tekið af því að ríkið seldi FBA  á 14,4 milljarða en FBA var forveri Íslandsbanka og síðast Glitnis. 

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurs lags forsætisráðherra er þetta?

Hvar í heiminum myndi forsætisráðherra halda krísufundi heila helgi með bankamönnum, Seðlabankanum og fulltrúum allra stjórnmálaflokka og láta síðan skutla sér heim í lok fundarins án þess að gefa þjóðinni neina skýringu?
mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðaleysi og uppvask

Margir landsmenn hafa eflaust sest spenntir við sjónvarpstækin í hádeginu í þeirri von að fá upplýsingar um einhverjar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega í ljósi þess að forsætisráðherra virðist loksins búinn að átta sig á því að hlutirnir eru ekki sem skyldi. Í vor sem leið reyndi Geir að auglýsa vandann á brott með því að fara í hringferð um jörðina til að kynna það að efnahagslíf Íslands væri í blóma og að hér væru allar efasemdir á hreinum misskilningi byggðar. Nú hefur bráð af honum og loksins virðist sem raunveruleikinn sé kominn í flasið á honum. Eins og áður segir hafa ýmsir vonast eftir því að minni spámenn stjórnarflokkanna sem birtust í Silfri Egils hefðu einhver tíðindi fram að færa.

En svo var ekki.

Það var gamla tuggan um að stækka gjaldeyrisforðann og síðan að taka upp evru. Samkvæmt minni skordýrafræði er helsta gagn af stórum gjaldeyrisforða að minnka sveiflur og stemma stigu við spákaupmennsku, en það getur verið strembið með minnsta gjaldmiðil í heimi.

Talið um evruna, lækningamátt hennar og að hún hreinsi efnahagslífið af öllum meinum er stórundarlegt. Það er álíka og ef húsfaðir stæði frammi fyrir gríðarmiklu óhreinu leirtaui og ætlaði að stytta sér leið með því að byrja á að þurrka upp. Það hlýtur að vera frumskilyrði þess að góður þvottur á efnahagslífinu náist að menn byrji á að ná jafnvægi. Greiðasta leiðin til þess er að öngla saman meiri gjaldeyri, t.d. með því að stórauka þorskveiðar og nýta orkuauðlindir og að sama skapi minnka flottræfilshátt og eyðslu á gjaldeyri.

Hver sér þetta ekki?


Bloggfærslur 29. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband