Leita í fréttum mbl.is

Góður félagi orðinn utanríkisráðherra

Við Jørgen Niclasen höfum ferðast víða, bæði innanlands og utan, og kynnt skynsamlega stjórn fiskveiða þar sem tekið er mið af vist- og líffræðilegum þáttum. Við héldum m.a. fyrirlestur hjá sjávarútvegsnefnd ESB og breska umhverfisráðuneytinu og sömuleiðis víða hér um land. Jørgen er frábær fyrirlesari og náði oft og tíðum að opna sýn áheyrenda á að hægt væri að stunda fiskveiðar með öðrum hætti en með aflakvótum, enda hefur það kerfi hvergi í heiminum gefist vel.

Mér fannst oft undrum sæta hvað íslenskir fjölmiðlar og þó sérstaklega íslensk hagsmunasamtök voru áhugalítil um að kynna sér málefnið. Þeir sem þó mættu voru svo gjarnan bergnumdir og sáu að Jörgen hafði lög að mæla.

Óneitanlega var samt sem áður á brattann að sækja þar sem allir svokallaðir fiskifræðingar sem miklu frekar ætti að kalla reiknisfiskfræðinga halda fast í arfavitlaust kvótakerfi þar sem markmiðið var að byggja upp fiskistofnana. Það gera þeir þrátt fyrir að það hafi hvergi í heiminum gengið upp.

Nú reikna ég með að íslensk stjórnvöld leggi við hlustir þegar Jørgen rekur upp að ströndum Íslands og fari þá einu sinni með opnum hug í gegnum tillögur hans.


Bloggfærslur 27. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband