Leita í fréttum mbl.is

Grétar Mar næsti þingflokksformaður Frjálslynda flokksins

Það líður mörgum í Frjálslynda flokknum sem mér að finnast miður að horfa upp á deilur í flokknum og jafnvel blanda inn í deilurnar hlutum og fólki sem koma málinu ekkert við. Í kvöld var stungið að mér þeirri hugmynd að fulltrúi hinna vinnandi stétta á Alþingi, Grétar Mar Jónsson, yrði gerður að næsta þingflokksformanni til að skera á þann hnút sem hefur myndast. Á meðan gefst ötulum þingmanni Reykvíkinga, Jóni Magnússyni, kostur á að efla starf flokksins, og dugnaðarforkurinn og baráttumaðurinn Kristinnn H. Gunnarsson gæti beitt sér gegn óréttlátu kvótakerfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu á í sjávarútvegi og leikið hefur vestfirskar byggðir grátt.

Ef mál skipast með þessum hætti getur Guðjón Arnar verið sáttur.


Messíasarkomplex Kristins

Kristni H. Gunnarssyni virðist vera einkar lagið að magna upp allar deilur, hvort það sem hefur verið í stjórnmálaflokkum eða stjórnum stofnana, s.s. Byggðastofnunar. Um nokkra hríð hefur staðið mikill styrr um formennsku hans í þingflokki Frjálslynda flokksins og í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna að honum hafi ekki alltaf tekist vel upp, reyna að gera minna úr ágreiningnum og leita sátta virðist hann vilja magna upp ágreininginn og láta hann snúast, ekki um sig og sín störf heldur formennskuna í Frjálslynda flokknum. Búin er til einhver dellusamsæriskenning sem fjölskylda Kristins endurómar af bloggsíðum. Hann reynir síðan á mjög óskammfeilinn hátt að draga upp þá mynd að hann sé verndari formannsins þegar raunin er sú að hann hefur miklu frekar bakað honum gríðarleg vandræði með stífni. 

Í umræðum kemur Kristinn fram eins og hann sé handhafi stefnu flokksins og borinn til að gegna sérstöku hlutverki við að túlka hana þótt hann hafi ekki komið að samningu hennar.

Einn helsti vandi Kristins er að hann virðist haldinn einhvers konar messíasarkomplex sem birtist m.a. með þeim hætti að honum líkar það afar illa ef viðmælendur hans eru ekki nákvæmlega á sömu og réttu skoðuninni og hann einmitt hefur. Þessi komplex birtist þjóðinni nú um helgina í Silfri Egils þegar Kristinn setti allsvakalega ofan í við Andrés Magnússon lækni. Kristinn sagði lækninum nánast að hann ætti ekki að hafa ranga skoðun.

Það er löngu orðið tímabært að Kristinn H. hætti að leita stöðugt eftir núningi við flokksbræður og -systur sínar og taki miklu frekar upp harða baráttu fyrir helstu stefnumálum flokksins.

Ég er nokkuð viss um að margur frjálslyndur væri til með að fyrirgefa núverandi formanni þingflokks Frjálslynda flokksins ef hann tæki upp á því að berjast af oddi fyrir skynsamlegra og réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Fyrsta skref í því væri að taka trillurnar út úr illræmdu kvótakerfi en þær voru settar inn í braskkerfið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með skelfilegum afleiðingum fyrir Vestfirði. 


Bloggfærslur 18. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband