Leita í fréttum mbl.is

Geir - Honecker

Það er ömurleg staða að Geir Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem einhvern tímann var flokkur einstaklingsfrelsisins skuli í slagtogi við formann jafnaðarmanna beita Landhelgisgæslunni til að forystumenn ríkisstjórnarinnar geti haldið áfram að brjóta mannréttindi á sjömönnum. Það gera þau þrátt fyrir tilmæli frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna láta af mannréttindabrotum og rétti þess í stað hlut sjómannanna.

Hlutskipti Geirs Haarde minnir um sumt á Erich Honecker sem leiddi Austur-Þýskaland um árabil allt til þess að kommúnisminn riðaði til falls og járntjaldið var rifið niður. Leiðtogar Austur-Þýskalands neituðu að horfast í augu við að þjóðskipulag sem gekk svo ljómandi vel upp í fræðunum stóðst ekki í raun. Í stað þess að leita leiða út úr ógöngum kommúnismans voru reistir múrar og lögreglu beitt óspart til þess að viðhalda ófrelsi og mannréttindabrotum. 

Geir neitar, líkt og Honecker gerði, að horfast í augu við þá staðreynd að kvótakerfið gengur ekki upp en þorskveiði er nú innan við þriðjungur af því sem hún var fyrir daga kerfisins. Þegar forstjóri Hafró hefur verið spurður hvar í heiminum uppbygging þorskstofns hafi gengið eftir með þeim aðferðum sem notaðar hafa verið hér á Íslandsmiðum getur hann ekki bent á neitt dæmi enda stangast forsendur þess á við viðtekna vistfræði.

Í stað þess að fikra sig út úr alvondu kvótakerfi beitir Geir Haarde Landhelgisgæslunni til þess að viðhalda alvondu kerfi sem býður upp á sóun og brot á mannréttindum.


Bloggfærslur 9. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband