Leita í fréttum mbl.is

Pen kvörtun ráðherra

Það má ráða af skrifum Björns Bjarnasonar að hann sé langt frá því að vera sáttur við fríblaðið 24 stundir og að öllum lílkindum er það umfjöllun um forseta Íslands sem hefur farið fyrir brjóstið á dómsmálaráðherra. Björn kemur óánægju sinni á framfæri með penum hætti á heimasíðu sinni, sem þó er hægt að túlka á ýmsa lund en orðrétt segir: 

Af lestri 24 stunda má auðveldlega ráða, hve góðan svip Ólafur Þ. Stephensen setti á blaðið í ritstjóratíð sinni.

Það verður að segjast eins og er að það gætir meira jafnvægis í viðbrögðum Björns en gremju Geirs Haarde í garð fjölmiðla. 

 

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband