Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde seinheppinn - hvað varð um rannsókn Seðlabankans?

Í gær mátti heyra forsætisráðherrann okkar í ríkisútvarpinu hreykja sjálfum sér og stefnu sinni mjög hátt,að gera helst ekki neitt.  Það sem Geir Haarde nefndi til sögunnar sem órækan vitnisburð um afbragðs stjórnkænsku voru fréttir af  jákvæðum vöruskiptajöfnuði Íslands við útlönd í júní.

Í dag bárust síðan fréttir frá Hagstofu Íslands af því að allt stefndi í að vöruskiptajöfnuður Íslands við útlönd í júlímánuði yrði neikvæður um liðlega 18 milljarða.  Ástæðan fyrir óhagstæðum vöruskiptajöfnuði var m.a. minni útflutningur sjávarafurða en Geir Haarde virðist vera staðráðinn í halda ótrauður áfram með gjaldþrota stefnu í sjávarútvegi sem hefur sannað sig á sl. áratug að gangi alls ekki upp.

Á síðustu dögum hefur verið uppi kvittur um ýmsar breytingar á starfsmannahaldi Seðlabanka Íslands sem að varaformaður Sjálfstæðisflokksins sá reyndar ástæðu til að bera til baka. Á sama tíma heyrist ekki neitt af rannsókninni sem Seðlabankinn hratt af stað til þess að komast að því hvort að atlaga hafi verið gerð að íslensku krónunni.  Rannsóknin getur vart verið mjög flókin fyrir Seðlabankann og þess vegna hljóta niðurstöður að liggja fyrir.


mbl.is Óhagstæð vöruskipti í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband