Leita í fréttum mbl.is

Ísbjarnavatkin

Óvæntar heimsóknir tveggja ísbjarna í Skagafjörðinn hafa verið tilefni bollalegginga um að flakk ísbjarnanna sé bein afleiðing; hlýnunar jarðar, bráðnunar hafíssins og hvarfi íssins af norðurpólnum. Í sumar hafa síðan verið af og til fluttar fréttir af því að ísinn sé nánast horfinn af norðurpólnum.  Á vefnum Barentsobserver.com er nú ný frétt sem ber til baka fyrri fréttir og  segir að ísinn sé á sínum stað svo ef til vill er  rétt að huga að fleiri skýringum á óvæntum gestagangi en loftslagshlýnuninni.

Ísbjörn

Það er reyndar önnur frétt á Barentsvefnum sem ætti að vekja enn meiri áhuga íslenskra landsfeðra og -mæðra en það er fréttin af þorskinum í Barentshafinu sem að sérfræðingar Hafró hafa sagt verið ofveiddan um árabil og svo mjög að veiði hefur á stundum verið margföld það sem sérfræðingarnir ráðlögðu.  Engu að síður þrátt fyrir meinta ofveiði er þorskstofninn sagður við hestaheilsu.  Fréttin á Barentsvefnum greinir frá því að norsk yfirvöld fullyrði að þorskveiðin hafi verið mun meiri en opinberar tölur bera með sér vegna slælegs eftirlits. 

Ef að satt reynist þýðir það einungis eitt og það er að upphafleg fiskveiðiráðgjöf hafi verið kolröng og í framhaldinu væri rétt að spyrja hvort að sérfræðingarnir hafi eitthvað réttara fyrir sér hér við land en í Barentshafinu?


Bloggfærslur 4. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband