Leita í fréttum mbl.is

Bannað að veiða-og-sleppa frá og með 1. september

Ég er ekki mikill laxveiðimaður, þeir eru ekki margir sem ég hef dregið á land en þó fylgist ég með öðru auganu með laxveiðum. Það tíðkast ákveðnar tískusveiflur í þessu, sumum þykir t.d. ótækt að veiða með maðki eins og Atli Gíslason fékk að kenna á en hann var sakaður um að hafa misnotað maðkinn með þeim hætti. Flugan þykir virðulegra drápstæki en nú í seinni tíð hefur borið á nýrri tískubylgju á Íslandi, þ.e. að veiða-og-sleppa. Það er eins og mig minni að kóngurinn sjálfur, Bubbi, hafi verið mikill talsmaður þeirrar aðferðar. Hún hefur um nokkurt skeið verið stunduð úti í heimi en þessum tískustraumum hefur alltaf skolað eitthvað seinna hér á land. Nú er svo komið að í þann mund sem sú ankannalega iðja að veiða til að sleppa er að festa rætur á Íslandi er hún bönnuð í Sviss og eru dýraverndunarsjónarmið höfð til hliðsjónar.


Bloggfærslur 27. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband