Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn þorðu ekki að mæta

Í gær var í Kastljósinu rætt um mál Ásmundar Jóhannssonar og mannréttindabrot stjórnvalda á íslenskum sjómönnum og auðvitað var reynt að fá á móti Grétari Mar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, sem hefur staðið með sjómönnum einhvern fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hefur ráðið þessum málaflokki frá 1991. Kerfið er illræmt á Íslandi og meirihluti þjóðarinnar vill breyta því. Að auki hefur það fengið falleinkunn hjá mannréttindanefnd SÞ.

Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að enginn sjálfstæðismaður hafi þorað að mæta í Kastljósið til að verja afkvæmið eða rétta sagt óskapnaðinn sem íslenska kvótakerfið er, heldur er sendur fulltrúi afar þröngra sérhagsmunasamtaka. Það er kannski tímanna tákn að Sjálfstæðisflokkurinn líti á ýmis sérhagsmunasamtök sem málsvara sína.

Kerfið er ómanneskjulegt og ósveigjanlegt og leyfir ekki einu sinni öldruðum og bakveikum sjómönnum að ná sér í nokkra þorska með handfærum af ótta við að þorskstofninn fari veg allrar veraldar. Þetta segir meira en flest um árangur kerfisins - árangursleysi.

Það sem er aumast við umræðu síðustu daga er að talsmenn og fjölmiðlar í bandi hjá sérhagsmunaöflunum hafa ekki treyst sér til að ræða mál efnislega, heldur farið að vega að persónu Ásmundar.


Bloggfærslur 12. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband