Leita í fréttum mbl.is

Fagra Þórunn

Þórunn Sveinbjarnardóttir stóð sig afburðavel í Kastljósinu í gær þar sem hún varði kosningastefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland. Þótt ég sé ekki sammála Þórunni í mörgu er ekki hægt annað en að dást að baráttuvilja hennar þegar hún reynir eftir fremsta megni að standa við þau fyrirheit sem Samfylkingin gaf kjósendum.

Það er vissulega við ramman reip að draga fyrir Þórunni þar sem margir forystumenn Samfylkingarinnar, s.s. Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller og Björgvin G. Sigurðsson, vinna leynt og ljóst gegn ársgamalli kosningastefnu með þegjandi samþykki formannsins.


Bloggfærslur 3. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband