Leita í fréttum mbl.is

Er Fréttablaðið í blaðamennsku, Kio Briggs og Plank?

Í gær hringdi í mig blaðamaður og óskaði eftir áliti mínu á máli Pausl Ramses. Ég svaraði spurningunum eftir bestu getu og tók fram að mál sem þessi væru viðkvæm og erfið.  

Það sem var megininntak þess sem ég kom á framfæri við blaðamanninn var að Paul Ramses hafi fengið sömu meðferð og aðrir sem hefðu verið í sömu sporum. Ég tók fram að eftir því sem ég best vissi hefði hann ekki óskað eftir því að fjallað yrði um mál sitt og konu sameiginlega af Útlendingastofnun. Ákvörðun um framsal Pauls hefði verið tekin í janúar á þessu ári en henni hefði verið frestað af tillitssemi.

Ég nefndi að mér þætti mjög miður að barátta fyrir landvist Pauls væri á stundum rekin með mjög rætnum hætti 1  2  3 4  þar sem spjótum væri beint persónulega að starfsmönnum Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra, sérstaklega þegar viðkomandi hafa annars vegar ekkert komið að málinu eða hins vegar leyst úr því með svipuðum hætti og sambærilegum málum.

Ritsjórn Fréttablaðisins ákvað einhverra hluta vegna að birta ekki umrætt viðtal en í þess stað snúa út úr skrifum mínum á blogginu þar sem ég svaraði sjálfskipuðum talsmanni mannúðar og umburðarlyndis sem fullyrti að á Útlendingastofnun væri ,,uppfull af þurrum skrifstofukellingum" sem framfylgdu þar að auki aríastefnu.

Hér er svar mitt við þessum ómerkilega áburði sem ritstjórn Fréttablaðsins setur í samhengi við að ég vari við fréttaflutningi af máli Pauls Ramses! 

,,.. ég tel vafasamt og rauninni mjög rangt að tala um aríastefnu.

Útlendingastofnun er að framfylgja reglum þjóðfélagsins.  Það eru ýmsir sem fjölmiðlar hafa borið á höndum sér sem ekki hafa reynst merkilegir þegar málin hafa verið skoðuð ofan í kjölinn s.s. Planton og Kyo Briggs."


Bloggfærslur 10. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband