Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin blessar áframhaldandi mannréttindabrot

Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að vita til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og séra Karl Matthíasson varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, hafi lagt blessun sína yfir þá hundalógík sem sjávarútvegsráðherra ber á borð sem svar ríkisins til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefst á alllöngum málflutningi þar sem farið er enn á ný yfir sjónarmið stjórnvalda í málinu en þau höfðu öll komið fram áður í meðförum málsins og fengið falleinkunn hjá Mannréttindanefndinni.  Álitið fól í sér að íslenskir sjómenn hafi verið beittir ósanngjörnum leikreglum og það ætti að veita sjómönnunum sem sannarlega var brotið á fullnægjandi skaðabætur.

Í lok svarsins er þess getið að ekki sé nákvæmlega gert grein fyrir því hversu langt eigi að ganga til að breyta kerfinu í átt til sanngirnis og hversu háar skaðabætur ætti að greiða sjómönnunum.  Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er því sú að fyrst að það sé ekki tíundað nákvæmlega þá sé það réttast sanngjarnast að gera nákvæmlega ekki neitt.

  Niðurstaðan er því hrein og tær hundalógík.

 


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband