Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson

Þegar jatan er tóm bítast hestarnir. Það á vel við um íslenskan fjármálamarkað um þessar stundir. Kaupþingsstjórinn skammaði ríkisstjórnina í heilu lagi um daginn fyrir efnahagsaðgerðir sínar og nú í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir einn æðsta yfirmann Landsbankans þar sem lesa má á milli línanna að verið sé að vanda um við Davíð Oddsson og stefnuna í peningamálum þjóðarinnar.

Ástandið í peningalífi þjóðarinnar er auðvitað ekki krónunni sem slíkri að kenna, heldur því að bankarnir fóru gríðarlega geyst í að bera inn í landið erlent lánsfé á mjög lágum vöxtum og síðan þegar kjörin versnuðu lentu bankarnir og gengi íslensku krónunnar í miklum ólgusjó. Það er barnalegt hjá yfirmanni Landsbankans að ætla að kenna krónunni og Seðlabankanum alfarið um erfiðleikana, miklu nær væri að bankarnir litu einnig í eigin barm.

Það er ekki þar með hægt að segja að viðskiptabönkunum sé einum um að kenna, Seðlabankinn ber einnig ábyrgð vegna andvaraleysis síns og Geir Haarde er sekur um hið sama. Hann hefði átt að stemma stigu við gríðarlegri lántöku bankanna, sér í lagi vegna þess að menn fengu aðvaranir á sínum tíma, m.a. frá Danske bank.

Það er ekki fyllilega ljóst af hvaða hvötum Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson en maður heyrir æ fleiri raddir innan úr Sjálfstæðisflokknum tala um að þær sakni Davíðs Oddssonar og styrkrar stjórnar hans samanborið við lausatök Geirs Haarde í vonlausu samkrulli með Samfylkingunni.


mbl.is Gengisfall skýri verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband