Leita í fréttum mbl.is

Við hvað eru menn hræddir?

Uppi eru gríðarlegar efasemdir hjá þeim sem starfa í sjávarútvegi um ráðgjöf Hafró. Sjómenn hafa fyrir löngu misst trúna á hana og hið sama á við um fjölda útgerðarmanna, enda hefur ráðgjöfin á síðustu 20 árum leitt til minni og minni afla.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur og fleiri hafa sagt til um að sú aðferðafræði sem unnið er með geti aldrei gengið upp. Og það hefur gengið eftir. Þess vegna er spurning hvers vegna hagsmunaaðilar, s.s. útgerðarmenn, samtök sjómanna og Landssamband smábátaeigenda, fjölmiðlar og stjórnvöld, verja ekki örlitlum tíma í að fara yfir hlutina.

Við hvað eru menn hræddir?

Líklegasta skýringin er sú að fulltrúar allra þessara framangreindu aðila hafa með einum eða öðrum þætti, s.s. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, komið að því að móta kerfið.

Tíma stjórnvalda og atvinnuþróunarfélaga er varið í annað eins, s.s. olíuhreinsunarstöð, koltrefjafyrirtæki og fjölda nýrra álvera, á sama tíma og það er tabú að fara yfir hvort hægt sé að nýta betur þau atvinnutæki sem fyrir eru í landinu, þ.e. skipin og frystihúsin, með því að veiða meiri þorsk. Við það eitt gætu skapast gjaldeyristekjur strax upp á tugi milljarða án nokkurs stofnkostnaðar.


Bloggfærslur 27. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband