Leita í fréttum mbl.is

Sögufölsun á Austurvelli

Núverandi forsætisráðherra ber höfuðábyrgð á þeirri óvissu sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann reynir nú hvað eftir annað að róta og klóra yfir ábyrgð sína en hann hefur verið samfellt í ríkisstjórn um langan tíma og gegnt þá lykilhlutverkum sem fjármálaráðherra og síðan sem forsætisráðherra.

Í stað þess að játa augljós mistök við stjórn efnahagsmála er reynt að láta líta út fyrir að það séu ytri áföll og alheimsvandi sem valda óáran. Það er ekki rétt, danskir vinir okkar, Danir sem eru nú að leysa bráðavanda ríkisstjórnarinnar hér úti á Skaga, höfðu margoft varað Íslendinga við veikleikunum í íslensku efnahagslífi, þ.e. aukinni skuldasöfnun og veikleikum í fjármálakerfi. Geir Haarde svaraði þessu með sínum þjóðþekkta hætti, þ.e. að gera ekki neitt og afneita staðreyndum.

Geir Haarde vitnar í ræðu sinni til þess að Íslendingar hafi áður séð það svartara, s.s. á aflabrestsárinu 1969. Staðreyndin er sú að 1969 veiddust liðlega 400.000 tonn af þorski á Íslandsmiðum sem er þrefalt meira magn en ætlað er að veiða nú í ár. Þetta er árangurinn af kvótakerfi og uppbyggingarstarfi Sjálfstæðisflokksins síðustu 20 árin. Einhver væri farinn að spyrja sig hvort ekki væri eitthvað bogið við þessi svokölluðu uppbyggingarfræði, en það gerir Geir Haarde ekki. Hann er tilbúinn að halda vitleysunni áfram og brjóta mannréttindi á sjómönnum - með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar.

Núverandi leiðtogar eru orðnir feysknir. Það er kominn tími á nýja stjórnendur sem eru tilbúnir að skoða nýjar leiðir, ferska vinda við stjórn landsins.


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband