Leita í fréttum mbl.is

Beygður og ráðvilltur ráðherra

Við lestur ræðu sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn 1. júní 2008 sést að ræðumaður er ráðvilltur og beygður og hefur ekki nokkra sýn á framtíðina. Ef allt væri með eðlilegum hætti væri búið að birta mat Hafró á ráðlagðri veiði næsta fiskveiðiár, en það hefur verið dregið fram yfir sjómannadaginn og það er ekki trúlegt sem fram kemur í ræðunni, þ.e. að Einar Kristinn viti ekki hvað er í kortunum. Heimildir mínar herma að ráðgjöfin muni liggja á borðinu nk. miðvikudag. Hún þýðir að öllum líkindum, miðað við það sem fréttirnar af togararallinu bera með sér, að ráðlögð þorskveiði verði áfram við sögulegt lágmark og síðan umtalsverðan niðurskurð á aflaheimildum á ýsuveiðum.

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Einar Kristinn hafi ekki nokkra trú á ráðgjöf Hafró, enda hefur hún ekki skilað neinu nema sífellt minni afla síðan farið var að fylgja henni nánast í einu og öllu.

Geir Haarde og frú Ingibjörg Sólrún hafa hins vegar óbilandi trú á að hægt sé að reikna út vöxt og viðgang fiskistofna rétt eins og vexti á bankabók, þ.e. að hægt sé að semja um hærri vexti við náttúruna ef höfuðstóllinn er ekki skertur.

Ég fann til með Einari Kristni að flytja þessa ræðu á sjómannadaginn.  


mbl.is Kvótaniðurskurður hefur skilað árangri í markaðsstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband