Leita í fréttum mbl.is

Er Samfylkingin fyrir Íslendinga?

Tíðindi dagsins hafa örugglega vakið marga til umhugsunar um hvort Samfylkingin gæti hagsmuna Íslendinga. Í yfirlýsingum valdamesta stjórnmálamanns landsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom fram að hún setti sig í nafni allra ráðherra Samfylkingarinnar algerlega upp á móti því að veiddar væru nokkrar hrefnur á Íslandsmiðum. Bar hún það fyrir sig að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er venjulegu íslensku fólki óskiljanlegt.

E.t.v. truflar þetta teboð Ingibjargar Sólrúnar vítt og breitt um heiminn þótt ég efist um að vinir ríkisstjórnarinnar í Íran kippi sér mikið upp við hvalveiðar. Líklega eru þó vinkona Samfylkingarinnar, Condoleeza, og vinurinn, hinn breski Brown, ekki með hýrri há yfir þessum tíðindum.

Þessir vinir Ingibjargar sem ekki má styggja bera meginábyrgðina á því að bágstatt flóttafólk er í nauðum.

Mér finnst rétt að taka fram að ég hef enga trú á því að veiðar á nokkrum hrefnum skipti sköpum um afrakstur þorskstofnsins þótt reikna megi út frá gögnum Hafró að hrefnan éti tvöfalt meira en Íslendingar veiða nú. Á meðan vöxtur þorsksins er í sögulegu lágmarki bendir ekkert til þess að hann sé ofveiddur, hvorki af hrefnu né manni.


Bloggfærslur 20. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband